Fara í efni

Umsókn um stofnstyrk og/eða aðstöðustyrk, vegna daggæslu barna í heimahúsi

Dagforeldri

Skilyrði styrkveitingar eru eftirfarandi:

  1. Dagforeldrar, sem fá leyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála til daggæslu barna í Suðurnesjabæ í fyrsta sinn eiga rétt á stofnstyrk.
  2. Dagforeldrar sem eru með leyfi til daggæslu barna í Suðurnesjabæ og sem hafa gert þjónustusamning eiga 12 mánuðum síðar rétt á árlegum aðstöðustyrk.
  3. Til að eiga rétt á stofn- og aðstöðustyrk þarf að liggja fyrir þjónustusamningur við mennta- og tómstundasvið.
  4. Til að eiga rétt á stofn- og aðstöðustyrk þarf dagforeldri að hafa að lágmarki 3 börn í daggæslu þar af má eitt barn vera barn dagforeldris.
  5. Opnunartími daggæslu skal að lágmarki vera 6 tímar á dag. Ella skerðast greiðslur hlutfallslega. Ef opnunartími er undir 6 tímum á dag skerðist styrkur hlutfallslega sem nemur 10% fyrir hverja klukkustund miðað við fullan styrk.
  6. Hefji tveir dagforeldrar með nýtt leyfi starf saman fær hvort um sig greiddan stofnstyrk og hvort um sig aðstöðustyrk til samræmis við reglur þessar. Þegar tveir dagforeldrar starfa saman skal nýta styrkinn til þeirrar aðstöðu sem unnið er í.
  7. Hætti dagforeldri störfum innan eins árs frá greiðslu styrksins eða börn í daggæslu eru færri en 3 að meðaltali yfir árið ber að endurgreiða styrkinn að fullu.
  8. Dagforeldri sem fær styrk skuldbindur sig til að nýta styrkinn til að bæta aðstöðu í daggæslunni með tilliti til þarfa og öryggis barna sem þar dvelja.
Skilmálar

Ég staðfesti að ég hef kynnt mér reglur um stofn- og aðstöðustyrki og uppfylli skylirði þeirra og mun framfylgja umræddum reglum í einu og öllu