Fara í efni

Vorferð félagsstarfs eldri borgara

Vorferð félagsstarfs eldri borgara

Félagsstarf eldri borgara í Suðurnesjabæ fór í vorferð um Suðurlandið þann 6.júní síðastliðinn. Dagurinn var frábær þar sem byrjað var að fara í heimsókn á Sólheima í Grímsnesi. Þar fékk hópurinn leiðsögn um staðinn og fræðslu um sögu Sólheima allt frá stofnun þess. Boðið var upp á heimaræktaða tómatsúpu og silung. Eftir matinn var svæðið skoðað, þar á meðal gróðurhúsin en Sólheimar er sjálfbært samfélag og því með ýmislegt í ræktun. Næst var ferðinni heitið í Hveragerði þar sem meðal annars var farið í Greenhouse mathöll. Dagurinn var frábær þar sem allir nutu sín þrátt fyrir mikinn vind.

Við erum ótrúlega þakklát fyrir allt frábæra fólkið hér í Suðurnesjabæ sem sækir félagsstarfið í Miðhúsum og Auðarstofu því án þeirra væri ekkert starf. Boðið er upp á fræðandi og fjörlegt starf í félagsstarfinu og hvetjum við sem flesta að kíkja á okkur og sjá hvað er í boði.

Hlökkum til að sjá sem flesta sækja starfið okkar í sumar.