Fara í efni

Vilt þú móta framtíðina með okkur?

Vilt þú móta framtíðina með okkur?

Verkefnastjóri  snemmtæk íhlutun

Suðurnesjabær auglýsir eftir verkefnastjóra á fjölskyldusvið í 50% starfshlutfall til að sinna snemmtækri íhlutun. Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem hefur það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu á sviði velferðarmála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar fjölskyldusviðs vinni í teymum, þvert á stofnanir og beri ábyrgð á þjónustunni í sameiningu. Í Suðurnesjabæ búa um 3650 íbúar.

Verkefnastjóri

 • Þróun og innleiðing verkefnisins „við saman“
 • Ráðgjöf og þverfagleg teymisvinna í leik- og grunnskólum
 • Ráðgjöf og fræðsla til foreldra
 • Styðja við og þróa snemmtæka íhlutun í samstarfi við aðra sérfræðinga fjölskyldusviðs
 • Viðvera í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
 • Vinnur að samþættingu þjónustustofnana, kerfa, nærumhverfis og fjölskyldunnar.
 • Vinnur þvert á deildir innan Fjölskyldusviðs. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi í félagsráðgjöf, sálfræði og/eða sambærileg menntun.
 • Hafa góða sköpunargáfu, frumkvæði og geta unnið út frá lausnarmiðaðri nálgun.
 • Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð mála með einstaklinga og fjölskyldur.
 • Góð samskiptahæfni, þjálfun í viðtalstækni og áhugi á teymisvinnu.
 • Færni í skriflegri framsetningu gagna
 • Frumkvæði, ábyrgð, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2021

Með umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björk Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, gudrun@sudurnesjabaer.is 

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is