Fara í efni

Vilt þú hafa áhrif á uppbyggingu í Suðurnesjabæ?

Vilt þú hafa áhrif á uppbyggingu í Suðurnesjabæ?

Við bjóðum ykkur velkomin á kynningarfund um mótun nýs aðalskipulags sem fram fer í Vörðunni, Miðnestorgi 3, fimmtudaginn 25. mars kl.19.30.

Sökum sóttvarna er skráning þátttakenda nauðsynleg og biðjum við þá sem ætla að mæta á fundinn að skrá sig með því að senda upplýsingar á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Einnig er hægt að hringja í síma 425 3000.

Þá bendum við íbúum og öðrum áhugasömum á að hægt verður að fylgjast með streymi frá fundinum á facebook síðu Suðurnesjabæjar.

Á Betri Suðurnesjabær á betraisland.is er hægt að setja inn hugmyndir fyrir vinnu við aðalskipulagið og önnur verkefni sem nú eru í vinnslu hjá Suðurnesjabæ.

Hjálpumst að við að gera góðan Suðurnesjabæ betri!