Fara í efni

Við óskum eftir húsveggjum til að skreyta

Við óskum eftir húsveggjum til að skreyta

Vinnuskólinn í Suðurnesjabæ óskar eftir tillögum að stöðum sem listahópur skólans gæti skreytt í sumar. Þá aðallega er verið að leita að húsveggjum til að setja listaverk á en allar aðrar hugmyndir eru vel þegnar. Hugmyndir/óskir af hentugum stöðum sendist á verkstjóra vinnuskólans gudnyk@sudurnesjabaer.is  

Á meðfylgjandi myndum má sjá veggina sem skreyttir voru af listahóp vinnuskólans sumarið 2020.