Fara í efni

Úthlutun úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar 2025

Úthlutun úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar 2025

Sumardaginn fyrsta, 24.apríl var styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar við hátíðlega athöfn á Bókasafni Suðurnesjabæjar.

Hlutverk Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar er að styrkja menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ með fjárframlögum og efla þannig einstaklinga og félagsamtök til virkrar þátttöku.

Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir formaður Ferða-, safna- og menningarráðs stýrði dagskrá og afhenti styrki ásamt Hlyni Þór Valssyni varaformanni en að þessu sinni var úthlutað styrkjum fyrir 1.960.000 kr. til sex verkefna. Alls bárust níu umsóknir innan þess tímafrests sem umsækjendum var gefinn. Ein umsókn barst eftir að umsóknartíma lauk.

Í athöfninni léku þær Sveinbjörg Adoracion Einarsdóttir og Nella Ína Raczka úr Tónlistarskólanum í Sandgerði á píanó.

Þau sem hlutu úthlutun að þessu sinni voru:

  • Kristjana Kjartansdóttir og Helga S. Ingimundardóttir fyrir verkefnið: Gerð söguskiltis við Prestvörðu í Leiru. Styrkveiting 500.000 kr.
  • Þekkingasetur Suðurnesja fyrir verkefnið: Markaðs- og kynningarverkefni vegna Háskólaþjónustu Þekkingaseturs Suðurnesja. Styrkveiting 250.000 kr.
  • Bogi Jónsson fyrir verkefnið: Lokafrágangur við verkið Sólgangur. Styrkveiting 150.000 kr.
  • Byggðasafnið á Garðskaga fyrir verkefnið: Fræðsla um gömlu jólin og jólasiði. Styrkveiting 110.000 kr.
  • Bókasafn Suðurnesjabæjar fyrir verkefnið: 2. Áfangi málþings um Ingibjörgu Sigurðardóttur rithöfund í Sandgerði 100 ára. Styrkveiting 550.000 kr.
  • Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Kári Sæbjörn Kárason fyrir verkefnið: Tónlistar- og bókakvöldið „Inn með gleði og frið“. Styrkveiting 400.000 kr.

Í reglum sjóðsins segir m.a. að hlutverk Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar sé að styrkja menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ með fjárframlögum og efla þannig einstaklinga og félagsamtök til virkrar þátttöku. Þá er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái framlag úr fjárhagsáætlun á hverju ári en að auki getur sjóðurinn tekið við gjöfum sem ætlaðar eru til að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ og renna slíkar gjafir beint í sjóðinn.

Styrkhöfum er óskað til hamingju með styrkina og góðs gengis með verkefnin sín. Þá eru íbúar og gestir Suðurnesjabæjar hvattir til þess að taka þátt í þeim verkefnum sem styrkþegar standa að.