Fara í efni

Upprennandi skákmeistarar í Suðurnesjabæ

Upprennandi skákmeistarar í Suðurnesjabæ

Um helgina var haldið skáknámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri í félagsmiðstöðinni Eldingu.

Námskeiðið gekk vonum framar og var Birkir Karl kennari námskeiðsins mjög ánægður með hópinn og sagðist aldrei hafa séð jafn efnilegan og flottan hóp þrátt fyrir að hafa farið víða með námskeið sín.

Birkir hrósaði hópnum mikið vildi meina að í hópnum gætu leynst upprennandi skákmeistarar ef þeir myndu halda áfram á sömu braut og hvatti  þau til að sækja frekari æfingar.