Fara í efni

Þakkir við starfslok

Þakkir við starfslok

Þær Elísabet Guðrún Þórarinsdóttir og Eygló Antonsdóttir hafa látið af störfum hjá Suðurnesjabæ vegna aldurs.

Elísabet eða Elsa eins og hún er jafnan kölluð hóf störf 21. ágúst 1995 hjá Sandgerðisbæ. Elsa starfaði nánast óslitið frá þeim tíma hjá Sandgerðisbæ og Suðurnesjabæ eftir sameiningu, fyrir utan nokkur ár þegar hún starfaði sem fjármálastjóri hjá HSS. Hjá sveitarfélaginu starfaði Elsa lengst af sem fjármálastjóri, en sinnti einnig störfum aðalbókara, sviðsstjóra og var staðgengill bæjarstjóra Sandgerðisbæjar. Elsa lét af störfum vegna aldurs síðastliðið vor.

Eygló hóf störf 3. október 1985 hjá Sandgerðisbæ. Hún hefur frá þeim tíma starfað óslitið hjá Sandgerðisbæ og síðar Suðurnesjabæ eftir sameiningu. Hún starfaði sem bókari ásamt ýmsum tilfallandi þjónustustörfum fyrir sveitarfélagið. Eftir nær 39 ára starfsferil hjá sveitarfélaginu lauk Eygló störfum vegna aldurs 26. september sl.

Þær Elsa og Eygló sinntu störfum sínum af trúmennsku, alúð og natni og hafa alla tíð starfað af miklum metnaði og fagmennsku. Suðurnesjabær þakkar þeim kærlega fyrir þeirra störf í þágu sveitarfélagsins og samfélagsins undanfarna áratugi og er þeim óskað velfarnaðar í framtíðinni.