Fara í efni

Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Við þökkum íbúum og fjöllistafólkinu í Sirkus Íslandi fyrir skemmtilega samveru í Samkomuhúsinu í Sandgerði í gær, laugardaginn 20. febrúar. Suðurnesjabær bauð á sýninguna og þótti ljóst að mörgum þótti gaman og gott að komast út úr húsi og njóta menningar.

Við hvetjum íbúa til þess að fylgjast með heimasíðu Suðurnesjabæjar, facebook og Instagram en starfsfólk okkar leggur sig fram við að koma upplýsingum áleiðis til íbúa í gegnum þann vettvang.

Á heimasíðunni okkar er einnig viðburðadagatal sem allir þeir sem standa fyrir viðburðum í Suðurnesjabæ geta sett inn auglýsingar.

Við minnum á að Öskudagsratleikurinn er enn opinn og við hvetjum íbúa til þess að finna appið og fara í göngutúra í báðum hverfum.