Fara í efni

Takk fyrir að vera til fyrirmyndar!

Takk fyrir að vera til fyrirmyndar!

Hvatningarátakið TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.

Fyrir 40 árum, þann 29. júní 1980, stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem hafa verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Hvatningarátakið hófst 17. júní og stendur til 1. ágúst. Á  þessum tíma verða landsmenn hvattir til að senda handskrifaða eða rafræna kveðju til fjölskyldu, vina, vinnustaða, félagasamtaka eða annarra sem bréfritarar vilja þakka fyrir að vera til fyrirmyndar.

Við í Suðurnesjabæ viljum hvetja íbúa til þess að taka þátt í þessu átaki og liggja „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ kort á bókasöfnum Suðurnesjabæjar. Íbúar og aðrir gestir geta því komið við á bókasafninu og skrifað kort til þeirra sem þeir vilja þakka.

Þá má fylgjast með verkefninu á heimasíðu þess og merkja myndir með @tilfyrirmyndar     #tilfyrirmyndar

Takk fyrir að vera til fyrirmyndar!

„Skal þó á það minnt að við erum öll samábyrg við rekstur þessa þjóðfélags, hver í sinu starfi, öll siðferðilega bundin af hagsmunum heildarinnar fremur en okkar eigin, sem kunna að vera tengdir líðandi degi. Framtíðin er alltaf á næsta leiti við hvert augnablik sem líður og til hennar verðum við fyrst og síðast að líta með enn gæfuríkara líf fyrir alla í huga."

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR