Fara í efni

Sumarnámskeið á Þekkingarsetrinu

Sumarnámskeið á Þekkingarsetrinu

Þekkingarsetur Suðurnesja á Garðvegi 1 í Sandgerði mun í sumar bjóða upp á þrjú námskeið fyrir hressa krakka á aldrinum 7-12 ára. Á námskeiðunum verður ýmislegt skemmtilegt brallað bæði úti og inni sem flestir ættu að hafa gaman að.

Námskeiðin eru ókeypis en þátttakendur þurfa að mæta klæddir eftir veðri og með nóg af nesti með sér fyrir morgunsnarl og hádegismat.

Hvert námskeið er í níu daga frá kl. 9:00-15:00.

Námskeið 1 – 29. júní til 9. júlí

Fyrir 7-9 ára (börn fædd 2011-2013)

Námskeið 2 – 13. júlí til 23. júlí

Fyrir 10-12 ára (börn fædd 2008-2010)

Námskeið 3 – 27. júlí til 7. ágúst

Fyrir 10-12 ára (börn fædd 2008-2010)

Umsjónarmenn námskeiðanna eru Eydís Rós Ármannsdóttir og Eyþór Eyjólfsson

Skráning hér