Fara í efni

Suðurnesjabær vinnur sig í áttina að pappírslausum reikningsviðskiptum

Suðurnesjabær vinnur sig í áttina að pappírslausum reikningsviðskiptum

Suðurnesjabær vinnur að því að innleiða pappírslaus viðskipti og er einn liður í þeirri vinnu að taka á móti reikningum á rafrænu formi. Frá 1. mars 2022 er leitast við að allir reikningar sem berast Suðurnesjabæ og Sandgerðishöfn verði á rafrænu formi. Þeir aðilar sem ekki nýta sér skeytamiðlara nú þegar geta nýtt sér móttökuvef InExchange sem er skeytamiðlari Suðurnesjabæjar. Hægt er að senda allt að 100 reikninga á ári í gegnum vefinn aðilum að kostnaðarlausu.

Með því að nota rafræna reikninga er komið í veg fyrir sóun á pappír en stærsti kosturinn er sá að reikningar berast hratt og vel og eru komnir inn í bókhaldskerfi Suðurnesjabæjar skömmu eftir að þeir eru sendir. Þannig fækkar handtökum og greiðsla reikninga verður skilvirkari.

Mörg bókhaldskerfi bjóða notendum að senda reikninga beint út úr bókahaldskerfi með skeytamiðlun og sum þeirra aðilum að kostnaðarlausu. Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlara veita ráðgjöf um miðlun rafrænna reikninga.

Dæmi um fleiri aðila eru:

Sendill: https://www.unimaze.com/is/

Advania: https://skuffan.is/