Fara í efni

Suðurnesjabær 6 ára

Suðurnesjabær 6 ára

Í dag 10. júní 2024 eru liðin 6 ár frá því Suðurnesjabær hóf sína starfsemi, eftir sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.

Það er fallegur dagur í dag, skafheiður himinn og sólskin. Það er ekki laust við að okkur finnist sumarið loksins komið og það hittir vel á að sumarið heilsi okkur á afmælisdegi Suðurnesjabæjar.

Við drógum íslenska fánann að hún við ráðhúsin í Sandgerði og Garði í tilefni dagsins og óskum íbúum Suðurnesjabæjar til hamingju með daginn.