Fara í efni

Suðurnes, tengingar til allra átta - málstofa á Verk og Vit

Suðurnes, tengingar til allra átta - málstofa á Verk og Vit

Suðurnesjabær tekur þátt í stórsýningunni Verk og vit í ár ásamt samstarfsaðilunum Isavia, Reykjanesbæ og Kadeco. Verk og vit fer fram í Laugardalshöll dagana 18.–21. apríl næstkomandi og á sameiginlegum sýningarbás verður hægt að kynna sér þróunarverkefni K64 nánar, uppbyggingaráform Isavia og uppbyggingu innan sveitarfélaganna.

Föstudaginn 19. apríl kl.13.00 fer fram málstofa sem ber yfirskriftina Suðurnes, tengingar til allra átta. Uppbygging og atvinnusköpun á Suðurnesjum og við Keflavíkurflugvöll.

Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur og eiga við ykkur samtöl um verkefnin okkar.

Málstofan er öllum opin en skráning er nauðsynleg.

Hægt er að skrá sig á málstofuna með því að smella hér eða með því að senda tölvupóst á netfangið bergny@kadeco.is