Fara í efni

Stóri plokkdagurinn 27. apríl

Stóri plokkdagurinn 27. apríl

Sunnudaginn 27. apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og mun Suðurnesjabær að sjálfsögðu taka þátt.

Við hvetjum íbúa, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem til hefur fallið. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni.

Byggðakjörnunum tveimur hefur verið skipt upp í minni svæði og söfnunarstaðir merktir. Biðjum við fólk að nýta sér söfnunarstaðina og safna sem flestum pokum á sama stað.

Staðsetning söfnunarstaða og svæðaskipting

Það er sniðugt að merkja verkefnin sín inná www.plokkari.is - þá sjá aðrir þegar búið er að plokka það svæði nýlega. 

Tómas Knútsson frá Bláa hernum verður á ferðinni á sunnudeginum, hægt er að hringja í hann í síma 897 6696 eða senda tölvupóst á tomas@blaiherinn.is og tilkynna um staðsetningu fullra poka, eins ef um stóra hluti er að ræða. Biðjum við fólk að safna pokum á sama stað, sem er aðgengilegur.

Ef þú veist af svæði sem hreinsa þarf sérstaklega er tilvalið að láta vita í ábendingagátt sveitarfélagsins.

Hvað þarf ég?

  • Glæra poka
  • Snæri eða bensli til að loka plastpokunum svo ekkert fjúki úr þeim þegar búið er að fylla þá.
  • Plokktangir eru ágætar, ekki nauðsynlegar.

Hvernig erum við útbúin:

  • Klæðum okkur eftir aðstæðum. Hanskar eru ákjósanlegir.

Frágangur á plokki:

  • Bindum vel fyrir lokana og skorðum þá þannig að ekki fjúki upp úr þeim og þeir fjúki ekki sjálfir.

Af hverju að plokka

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Einstaklingsmiðað
  • Hver á sínum hraða
  • Hver ræður sínum tíma
  • Frábært fyrir umhverfið
  • Fegrar nærsamfélagið
  • Öðrum góð fyrirmynd