Fara í efni

Starf forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Suðurnesjabæjar

Starf forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Suðurnesjabæjar

Suðurnesjabær auglýsir stöðu forstöðumanns þjónustumiðstöðvar lausa til umsóknar. Suðurnesjabær samanstendur af tveimur íbúakjörnum, Garði og Sandgerði og er þjónustumiðstöðin með starfsstöðvar í báðum íbúakjörnum með alls 5 stöðugildum.  Þjónustumiðstöð sinnir reglulegum viðhaldsverkefnum í umhverfi og innviðum sveitarfélagsins og veitir margvíslega þjónustu við stofnanir og íbúa þess.

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á allri almennri verkstjórn við framkvæmdir sem unnar eru af þjónustumiðstöð og annast daglegan rekstur hennar. Starfið felst meðal annars í umsjón og vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir, gatnakerfi, frá- og vatnsveitu og umhirðu opinna svæða á vegum sveitarfélagsins. Starfið er fjölbreytt og samskipti við bæjarbúa veigamikill þáttur þess. Næsti yfirmaður forstöðumanns er deildarstjóri umhverfismála Suðurnesjabæjar.

Um framtíðarstarf er að ræða og er starfshlutfall 100%. Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Meginverkefni

 • Verkstjórn starfsmanna þjónustumiðstöðvar
 • Umhirða og viðhald eigna sveitarfélagsins
 • Verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins
 • Viðhald gatna og veitna
 • Eftirlit og vöktun
 • Snjómokstur, sláttur o.fl.
 • Samstarf við sumarvinnu og vinnuskóla
 • Eftirfylgni með ákvörðunum deildarstjóra umhverfismála
 • Dagleg samskipti við starfsmenn og viðskiptavini Suðurnesjabæjar

 

Hæfniskröfur

 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi og/eða mjög góð reynsla af verklegum framkvæmdum
 • Vinnuvélaréttindi / ökuréttindi skilyrði
 • Hæfni og geta til skipulagningar, stýringar verkefna og innleiðingar hugmynda.
 • Góð tölvufærni og þekking á umhverfi Office 365
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og geta sýnt frumkvæði í starfi þar sem reynir á sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur sem og búseta í Suðurnesjabæ.

 

Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 10. maí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsókn ásamt starfsferilsskrá, staðfestum afritum prófskírteina og kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, á póstfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is.

Nánari upplýsingar veitir Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóri umhverfismála í síma 425-3000 eða tölvupósti einar@sudurnesjabaer.is