Fara í efni

Sportabler og frístundastyrkir

Sportabler og frístundastyrkir

Nú er hægt að sækja um frístundastyrki með rafrænum hætti hjá Suðurnesjabæ þar sem notast er við Hvata og Sportabler vefskráningar- og greiðslukerfi.

Frístundastyrkir koma þannig til niðurgreiðslu á námskeiðum við skráningu á námskeið og við greiðslu þeirra.

Þegar foreldrar skrá börnin sín í gjaldskyld viðfangsefni (s.s. æfingar íþróttafélaga) gefst þeim kostur á að velja hvort nýta eigi frístundastyrk barnsins. Frá áramótum er hægt nota frístundastyrkinn fyrir árið 2022 til niðurgreiðslu. Frístundastyrkur fyrir árið 2022 er kr. 40.000 á barn á aldrinum 0 – 18 ára.

Fyrir námskeið á vegum Suðurnesjabæjar er farið inn á vefslóðina https://www.sportabler.com/shop/sudurnesjabaer

Ef foreldrar eiga ekki aðgang að Sportabler þarf að stofna hann með því fara í nýskráningu á síðunni. Hægt er að hlaða appi niður í snjalltæki/snjallsíma.  

Þeir aðilar sem lent hafa í vandræðum með skráningu er bent á að hafa samband við skrifstofu Suðurnesjabæjar í síma 425 3000 eða senda póst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Þau félög sem óska eftir tengingu við okkur í Sportabler eru vinsamlegast beðin um að hafa samband.

Athygli er vakin á því að greiðslur fara fram í kringum 5. hvers mánaðar.