Fara í efni

Spil, föndur og bíó

Spil, föndur og bíó

Laugardaginn 27. júní mun bókasafnið í Sandgerði taka fram spil, föndur, liti og munum við síðan skella upp skemmtilegri bíómynd fyrir krakkana.

Fyrir þá foreldra eða forráðamenn sem hafa áhuga á að prjóna, hekla eða sauma er þeim velkomið að taka það með og njóta með heitum kaffibolla á meðan að krakkarnir skemmta sér saman. 

Við minnum á sumarlestur bókasafnanna og sumaropnun.

Bókasafnið í Sandgerði

Mánudaga og fimmtudaga er opið frá kl. 10.00 - 17.30.

Þriðjudaga og miðvikudaga er opið frá kl. 10.00-16.00.

Föstudaga er opið frá kl.10.00-14.00.

Laugardaga er opið frá kl. 10.00-14.00

Bókasafnið í Garði

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá kl. 14.30-17.30.