Fara í efni

Snjómokstur og hálkueyðing

Snjómokstur og hálkueyðing

Þegar snjór fellur eða hálka myndast í Suðurnesjabæ er unnið samkvæmt verklagsreglum umhverfismiðstöðvar um vetrarþjónustu.

Vaktir Umhverfismiðstöðvar vegna vetrarþjónustu er frá kl. 04:30 til 07:00 fyrri part dags og frá 17:00-23.00 seinni part dags á virkum dögum. Um helgar er vakt frá kl. 07:30-22:00.

Veðuraðstæður eins og mikill snjóstormur eða skafrenningur getur orsakað að vetrarþjónustutæki eru ekki kölluð út á göngu- og hjólastíga, gangstéttir og húsagötur fyrr en að veðri slotar.

Stofnbrautir, skólar, leikskólar, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs í snjómokstri og hálkuvörnum. Miðað er við að stofnbrautir og strætóleiðir séu orðnar greiðfærar fyrir kl. 7:00 að morgni og að hreinsun annarra stofngatna sé lokið fyrir kl. 7:30. Að því loknu hefst snjómokstur á húsagötum og öðrum minni götum.

Mikilvægt er að þeim sem annast snjómokstur sé sýnd tillitssemi við störf sín. Þeir leggja á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæður, við að halda akstur- og gönguleiðum í sveitarfélaginu greiðfærum.

Nánari upplýsingar um vetrarþjónustu.