SMS skilaboð til íbúa
Suðurnesjabær hefur tekið í notkun smáskilaboðakerfi sem býður upp á að senda sms skilaboð til íbúa í ákveðnum götum og hverfum sveitarfélagsins. Þessi leið er notuð þegar koma þarf út upplýsingum um t.d. bilanir, viðgerðir, lokanir o.fl.
Skilaboðakerfið er tengt við Kortavef Suðurnesjabæjar sem nýtir símanúmeragrunn frá 1819.is.
Þjónustan virkar þannig að sms skilaboð berast símleiðis til þeirra sem hafa númer skráð við húseignir á því svæði sem tilkynningin nær yfir. Þegar skilaboðin eru send birtast hvorki nöfn né símanúmer þeirra sem taka við þeim, svo persónuverndar er ávallt gætt.
Íbúar geta athugað hvort rétt símanúmer sé skráð við sína húseign á vef 1819.
Ef íbúar vilja fá sms skilaboð en eru ekki með skráð númer, hvetjum við viðkomandi til að:
- skrá símanúmer á vef 1819.is eða
- óska eftir því að númer sé skráð í skilaboðakerfið hjá Suðurnesjabæ með því að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is með nafni íbúa, símanúmeri og heimilisfangi.