Fara í efni

Skráning í Vitahlaupið

Skráning í Vitahlaupið

Vitahlaupið í Suðurnesjabæ fer fram í annað sinn þann 26. ágúst og er hlaupið hluti af frábærri dagskrá bæjarhátíðarinnar Vitadagar – hátíð milli vita. Í Suðurnesjabæ eru fimm vitar og verður hægt að hlaupa á milli þriggja þeirra.

Tvær vegalengdir, 15,4km og 6,7km og krakkahlaup 1,8km verða í boði í einstaklega fallegu umhverfi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í lengri hlaupunum og öll börn fá þátttökuverðlaun.

Skráningargjald er 3000kr. en frítt er í krakkahlaupið. Boðið verður upp á rútu fyrir þátttakendur í lengri hlaupunum frá Garðskagavita að rásmarki við Stafnesvita og Sandgerðisvita.

Við skorum á sem flest að skrá sig í skemmtilegan viðburð. Hér er hlekkur á skráningarsíðu og nánari upplýsingar.

Hlaupaleiðirnar:

Vitahlaup Stafnesviti - Garðskagaviti | 15.4 km Running Route on Strava

Vitahlaup Sandgerðisviti - Garðskagaviti | 6.7 km Running Route on Strava

Vitahlaup Krakkahlaup Víðisheimili - Garðskagaviti | 1.7 km Running Route on Strava