Skelin barnamenningarhátíð 2026
Skelin barnamenningarhátíð 2026
25. nóvember 2025
Suðurnesjabær fékk tveggja milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Suðurnesja til að halda Skelina barnamenningarhátíð. Þetta er í annað sinn sem hátíðin hlýtur styrk úr sjóðnum. Ákveðið hefur verið að hátíðin verði haldin 13. - 19. apríl 2026 og er undirbúningur stýrihóps nú þegar hafinn.
Ef þú hefur áhuga á að standa fyrir viðburði eða ert með hugmynd að viðburði, þá þiggjum við allar góðar hugmyndir á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Á myndinni má sjá Hafdísi Guðrúnu Hilmarsdóttur, sviðsstjóra mennta- og tómstundasviðs og Unni Ýr Kristinsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa við afhendingu styrksins. Myndina tók Hilmar Bragi Bárðarson.