Fara í efni

Samstarf Suðurnesjabæjar við Björgunarsveitirnar Ægi og Sigurvon

Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Ingólfur E.Sigurjónsson formaður Björgunarsveitarinnar Ægis
Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Ingólfur E.Sigurjónsson formaður Björgunarsveitarinnar Ægis
Samstarf Suðurnesjabæjar við Björgunarsveitirnar Ægi og Sigurvon

Björgunarsveitirnar eru mikilvægar fyrir okkar samfélag og Suðurnesjabær hefur lengi átt í mjög góðu samstarfi við Björgunarsveitirnar Ægi og Sigurvon. Nú nýverið voru endurnýjaðir samstarfssamningar við báðar sveitirnar og lýsir Suðurnesjabær sérstakri ánægju með það, um leið og björgunarsveitirnar fá einlægar þakkir fyrir þeirra störf og framlag til samfélagsins. Starfsemi björgunarsveita er borin uppi af fjölmörgum sjálfboðaliðum og fá þeir allir góðar þakkir fyrir þeirra framlag, en sjálfboðaliðar björgunarsveitanna eru alltaf tilbúnir til aðstoðar ef þörf krefur og sinna fjöbreyttum verkefnum allt eftir aðstæðum hverju sinni.

Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Jón Þ.Jónsson Hansen formaður Björgunarsveitarinnar Sigurvonar