Fara í efni

Samningar við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ undirritaðir

Samningar við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ undirritaðir

Það var vel við hæfi að undirrita samstarfs- og styrktarsamninga við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ í miðri flugeldasölu og á síðustu dögum ársins 2020. Í kvöld kl. 20.00 munu báðar sveitir standa fyrir flugeldasýningum í sínum hvorum byggðakjarnanum okkar, Garði og Sandgerði.

Flugeldasýningarnar eru settar upp með þeim hætti að auðvelt er að leggja bílum á fleiri en einum stað og njóta sýninganna þar sem við viljum forðast hópamyndanir.

  • Sýningin í Sandgerði verður við hafnarsvæðið og gott útsýni er frá Sjávargötu. Hægt er að leggja bílum við t.d. Sandgerðishöfn, við Sjávargötu og Slökkvistöð.
  • Sýningin í Garði verður við gamla fótboltavöllinn við Víðisheimilið og hægt er að leggja bílum við t.d. Víðisheimilið, íþróttamiðstöðina, Gerðaskóla og Garðvang.

Við óskum björgunarsveitunum velfarnarðar á nýju ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

 

 

Á myndunum má sjá Magnús Stefánsson,bæjarstjóra og formenn björgunarsveitanna þá Ragnar Sæbjörn frá Sigurvon og Ingólf Sigurjónsson frá Ægi, undirrita samninganna.

Virðum sóttvarnir, njótum áramótanna, forðumst hópamyndarnir og höldum áfram að standa okkur vel