Sameiginlegur starfsdagur grunnskóla – Leiðsagnarnám
Leiðsagnarnám var viðfangsefni sameiginlegs starfsdags grunnskóla Suðurnesjabæjar og Voga sem haldinn var þann 18. ágúst. Edda Gíslrún Kjartansdóttir var með ýtarlega kynningu um leiðsagnarnám og námsmenningu í grunnskólum sem stuðlar að árangursríku námi allra nemenda. Var innlegg hennar liður í því að marka upphaf formlegrar innleiðingar leiðsagnarnáms í grunnskólum sveitarfélaganna tveggja.
Herdís Hallsdóttir skólasálfræðingur bauð einnig upp á fræðslu um fjölbreytileika og mikilvægi tengsla fyrir annað starfsfólk skóla eftir kaffihlé.
Í lok fyrirlestrar Eddu fengu skólarnir eintök af bókinni Leiðasagnarnám, skref fyrir skref eftir Nönnu Kristínu Christiansen. Bókin sem er afar hagnýt, koma kennarar til með að nýta sér við innleiðingu leiðsagnarnáms sem hefst með haustinu.