Fara í efni

Römpum upp Ísland

Römpum upp Ísland

Römpum upp Ísland hefur sett sér það markmið að koma upp 1500 nýjum römpum um allt Ísland fyrir 11. mars 2025. Römpunum er ætlað að veita hreyfihömluðum aukið aðgengi að stofnunum og fyrirtækjum þeim að kostnaðarlausu og stuðla þannig að jafnrétti allra.

Rampar hafa verið settir upp víða um land frá því að verkefnið hófst árið 2022 og nú á dögunum var vaskur hópur manna að setja upp rampa í Suðurnesjabæ. Alls voru settir upp 14 rampar víðs vegar um sveitarfélagið, m.a. við Ráðhúsið, Byggðasafnið og Hvalsneskirkju.

Við færum starfsfólki Römpum upp Ísland kærar þakkir fyrir góða samvinnu og fagleg vinnubrögð. 

Þeir sem vilja kynna sér átakið betur geta gert það hér: Römpum upp Ísland