Fara í efni

Opnað fyrir umsóknir í vinnuskólann

Opnað fyrir umsóknir í vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla Suðurnesjabæjar fyrir sumarið 2021. Vinnuskólinn býður upp á skemmtilega og lærdómsríka sumarvinnu fyrir ungmenni sem voru að klára 8., 9., og 10. bekk. Umsóknir í Vinnuskóla Suðurnesjabæjar fara fram í gegnum umsóknarvefinn Völu https://vinnuskoli-umsokn.vala.is/innskraning en til þess að geta farið inn á síðuna þarf að notast við rafræn skilríki eða íslykil. Einnig er hægt að fá aðstoð við umsóknir í þjónustuveri Suðurnesjabæjar en athygli er vakin á því að ekki er hægt að klára umsókn án þess að hafa reikningsnúmer umsækjanda.

Vinnuskóli hefst 7. júní og unnið er mánudaga- fimmtudaga kl. 8:30-12:00 og 13:00-15:30.

Starfstíminn sem í boði er eftirfarandi:

Árgangur 2007: 6 vikur, 803 kr á tímann, samtals 138 tímar.
Árgangur 2006: 8 vikur, 1004 kr á tímann, samtals 186 tímar.
Árgangur 2005: 8 vikur, 1204 kr á tímann, samtals 186 tímar.

Umsóknarfrestur er til 20 maí 2021.

Nánari upplýsingar um vinnuskóla veitir Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundaþjónustu

Sími 425 3000

Netfang: rut@sudurnesjabaer.is