Fara í efni

Neyðarheimili fyrir börn

Neyðarheimili fyrir börn

Barnavernd Suðurnesjabæjar auglýsir eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum.

Barnaverndarþjónustur skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra, greina vanda eða til könnunar á aðstæðum þeirra sbr. 84.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 


Hlutverk

Neyðarheimili tekur á móti barni/börnum með stuttum fyrirvara til skemmri tíma, í allt að þrjá mánuði. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á velferð barna og er tilbúið að taka á móti þeim með stuttum fyrirvara og mæta breytilegum þörfum þeirra. Mikilvægt er að skapa þeim öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni.


Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi að undangenginni úttekt á heimilishögum af hálfu barnaverndarþjónustu.


Óskað er eftir áhugasömu fólki sem er tilbúið að taka barn/börnum inn á heimili sitt til  skemmri tíma. Um er að ræða gefandi starf þar sem fjölskyldur fá tækifæri til að hlúa að börnum sem hafa upplifað erfiðar aðstæður.

  • Reynsla og þekking af börnum er æskileg.
  • Aldurstakmark er 25 ára.

Áhugasamir hafi samband við Hilmar Jón Stefánsson, teymisstjóra barnaverndarþjónustu og/eða Sóley Gunnarsdóttur, teymisstjóri Miðjunnar.

Hilmar Jón Stefánsson, teymisstjóri barnaverndarþjónustu
Sími: 425-3000
hilmar@sudurnesjabaer.is

Sóley Gunnarsdóttir, teymisstjóri Miðjunnar
Sími: 425-3000
soley@sudurnesjabaer.is