Fara í efni

Nauðsynleg viðbrögð við heitavatnsleysi til lengri tíma.

Nauðsynleg viðbrögð við heitavatnsleysi til lengri tíma.

Nauðsynleg viðbrögð við heitavatnsleysi til lengri tíma

Á meðan hiti er ekki undir c.a. 4 gráðum í húsum þá þarf ekki að hafa áhyggjur af lögnum innanhúss. Huga þarf strax að snjóbræðslulögnum.

Halda heitu lofti inni eins og hægt er:

  • Loka öllum gluggum.
  • Draga fyrir glugga og hengja teppi fyrir glugga sem ekki er með gardínur. Draga frá þegar sólin skín og fá þann varma inn.
  • Minnka ráp um útihurðir.
  • Gæta þarf að rakamyndun við glugga þar sem ekki er loftað út.
  • Fylgjast vel með inntaksrýmum/heitavatnsgrindum og halda á þeim varma þar sem það er oft viðkvæmasti hluti kerfisins. Ef þú ert t.d. með gólfhita á viðkvæmum stað eins og í sólhúsi þarf að passa að halda hita þar.

Hlutir sem geta viðhaldið varma á húsnæði:

  • Rafmagns- og gasofnar c.a. einn rafmagnsofn samhliða almennri notkun. Farið mjög gætilega með gashitagjafa innandyra, fylgið leiðbeiningum Almannavarna.
  • Færið rafmagnsofn á milli svæða til að koma varma á ólík rými í húsinu.
  • Kveikja á kertum.

Rafmagnsnotkun:

  • Tilmæli eru um að hvert heimili sé aðeins að nota 2.5 kw umfram aðra almenna notkun. Það þýðir að slökkva þarf á rafmagnskyndingu á meðan orkufrek raftæki eru í gangi eins og eldavél.
  • Ekki skal hlaða rafmagnsbíla við heimahús heldur nýta hraðhleðslustöðvar í útjaðri bæjarins.
  • Sparnaður á rafmagnsnotkun er ekki spurning um magn rafmagns heldur álag dreifikerfið og flutningsgetu.

Annað mikilvægt:

  • Lækka á ofnum og skrúfa fyrir heitavatnsinntak ef yfirgefa á húsnæði.
  • Hugið að fólkinu í kringum ykkur, t.d. ef einhver er í útlöndum sem hefur ekki haft tækifæri til að huga að húseign eða viðkvæmum hópum sem gætu þurft aðstoð.
  • Fylgist vel með tilkynningum frá Almannavörnum
  • Við minnum á upplýsingafund Almannavarna sem verður sýndur á RÚV kl. 17:00.