Fara í efni

Malbiksframkvæmdir á Garðskagavegi milli Miðnesheiðarvegar og golfvallar við Leiru

Malbiksframkvæmdir á Garðskagavegi milli Miðnesheiðarvegar og golfvallar við Leiru

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Fimmtudaginn 6.maí er stefnt á að malbika Garðskagaveg og verður veginum lokað milli Miðnesheiðarvegar og golfvallar við Leiru. Umferð verður beint um Sandgerðisveg en opið verður að golfvelli frá Garði.

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp skv. viðhengdu lokunarplani.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 18:00 en kaflanum verður lokað kl. 09:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Ábyrgðarmaður veghaldara er Hallvarður 699-6450, ábyrgðarmaður verktaka er Marel 660-1919.