Fara í efni

Lóðir til úthlutunar í Suðurnesjabæ

Lóðir til úthlutunar í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær auglýsir eftir umsóknum um lausar lóðir í öðrum áfanga Teiga- og klapparhverfis í Garði.

Um er að ræða eftirfarandi lóðir:

  • Háteigur 2-6, 8-12, 14-18, 20-24 - 12 íbúðaeiningar í 3 íbúða raðhúsum
  • Háteigur 1-7, 9-15, 17-23, 26-32, 34-40, 42-48, 50-56 - 28 íbúðaeiningar í 4 íbúða raðhúsum
  • Háteigur 25-27, 29-31, 33-35, 37-39 - 8 íbúðaeiningar í parhúsum
  • Háteigur 58 - 10 íbúðareiningar í fjölbýlishúsi

Umsóknir um raðhúsa- og fjölbýlishúsalóðir þurfa að vera frá lögaðilum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Parhúsalóðum verður úthlutað jafnt til lögaðila í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, sem og einstaklinga, ef um er að ræða sameiginlega umsókn um báðar íbúðir á lóðinni sbr. gr. 6 í reglum um úthlutun lóða.

Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Suðurnesjabæjar www.sudurnesjabaer.is. Vakin er athygli á að skv. gr. 3a í reglum um úthlutun lóða þurfa umsóknir um lóðir að berast a.m.k. 2 sólarhringum fyrir næsta fund framkvæmda-og skipulagsráðs sem er áætlaður þann 28. maí nk.

Jón Ben Einarsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Suðurnesjabæjar