Fara í efni

Íbúafundur um atvinnumál á Suðurnesjum

Íbúafundur um atvinnumál á Suðurnesjum

Hvað get ég gert?  

Sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt Vinnumálastofnun, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum /Atvinnuþróunarfélaginu Heklunni, Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi og stéttarfélögunum af svæðinu boða til íbúafundar í Stapa fimmtudaginn 17. september kl. 17.00.

Íbúar allra sveitarfélaga á Suðurnesjum eru boðnir velkomnir á fundinn í Stapa en fundinum verður einnig streymt á Facebooksíðu Víkurfrétta og sveitarfélaganna. 

Markmiðið með fundinum er að kynna fyrir íbúum svæðisins þær aðgerðir sem eru í gangi vegna þess atvinnuleysis sem nú er uppi en einnig að hvetja íbúa til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Íbúum mun gefast kostur á að senda inn tillögur og spurningar. Fyrirkomulagið á því verður útskýrt í upphafi fundar.  

Frummælendur:  

  • Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum 

  • Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 

  • Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

  • Guðjón Skúlason, formaður Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi 

  • Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir 

Fundarstjóri; Róbert Ragnarsson