Hitaveitulokun í Garði mánudagskvöldið 18. nóvember
Hitaveitulokun í Garði mánudagskvöldið 18. nóvember
18. nóvember 2024
Lokað verður fyrir hitaveitu í Garði, mánudagskvöldið 18. nóvember frá kl. 21:30 og er áætlað að heitt vatn verði komið á aftur fyrir kl. 8 morguninn eftir.
Er lokunin vegna viðhaldsvinnu á gatnamótum Garðbrautar, Heiðarbrautar og Gerðavegs og undirbúnings tengingar hitaveitunnar við lághitaborholu í Rockville.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu verður!