Heilsuvika í Suðurnesjabæ 30. september – 6. október 2024
Suðurnesjabær heldur árlega heilsuviku dagana 30. september til 6. október þar sem fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir eru í boði fyrir íbúa á öllum aldri. Markmið heilsuvikunnar er að vekja athygli á mikilvægi heilsu og vellíðunar og hvetjum við öll til að taka virkan þátt í því að efla eigin heilsu.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði, þar sem íbúar og starfsfólk sveitarfélagsins geta tekið þátt í ýmsum viðburðum sem stuðla að betri líðan, bæði líkamlega og andlega.
Heilsuvikan er frábært tækifæri til að:
- Fara út í göngutúra, prófa ræktina og útivist.
- Fræðast um heilbrigðan lífsstíl með námskeiðum og fyrirlestrum.
- Fá heilsufarsmælingar og ráðgjöf.
- Kynna sér hollari matargerð og uppskriftir.
- Slaka á og njóta stundar með öðrum íbúum.
Við hvetjum alla til að taka þátt og nýta þetta tækifæri til að efla eigin heilsu og vellíðan.
Mánudagur 30. september
Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar:
14:30 Unglingaþrek 7. bekkur í Íþróttamiðstöðinni í Garði
17:45-18:45 Fjölskyldutími í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
Félagsmiðstöðvar:
Skýjaborg: 18:00-19:30 Heilsukappát - ávextir og grænmeti í boði. 5. - 7. bekkur
20:00-22:00 Heilsukappát - ávextir og grænmeti í boði. 8 .- 10.bekkur
Elding: 20:00-22:00 Möllum eitthvað hollt og gott millimál. 8. - 10.bekkur
Eldri borgarar:
09:45-10:45 Líkamsrækt fyrir 67 ára og eldri í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
10:00 Línudans í Miðhúsum
11:00 Hreystihópur fer frá Íþróttamiðstöðinni í Garði, létt ganga í nærumhverfi
Leik- og grunnskólar í Suðurnesjabæ:
Jóga á leikskólanum Gefnarborg
Sjósund:
17:30 Sjósund á Garðskaga
Þriðjudagur 1. október
Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar:
14:10 Unglingaþrek í Íþróttamiðstöðinni í Garði 8. - 10. bekkur
Félagsmiðstöðvar:
Skýjaborg: 19:30-21:30 Kaffihúsakvöld fyrir 16+
Eldri borgarar:
09:00-11:00 Líkamsrækt fyrir 67 ára og eldri í Íþróttamiðstöðinni í Garði
13:00 Boccia í Miðhúsum
Leik- og grunnskólar í Suðurnesjabæ:
Jóga á leikskólanum Gefnarborg
Íþróttadagur í Sandgerðisskóla
Miðvikudagur 2. október
Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar:
14:30 Unglingaþrek 7. bekkur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
Félagsmiðstöðvar:
Skýjaborg: 20:00-22:00 Möllum eitthvað hollt og gott millimál. 8. - 10.bekkur
Elding: 18:00-19:30 Heilsukappát - ávextir og grænmeti í boði. 5. - 7.bekkur
20:00-22:00 Heilsukappát - ávextir og grænmeti í boði. 8. - 10.bekkur
Eldri borgarar:
09:30-11:00 Pokavarp í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerðis
Sjósund: 17:30 Sjósund í Sandgerði (Þórshöfn)
Leik- og grunnskólar í Suðurnesjabæ:
Zumba á leikskólanum Gefnarborg
Íþróttadagur í Grænuborg
Forvarnardagur í grunnskólum
Fimmtudagur 3. október
Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar:
14:10 Unglingaþrek 8. - 10. bekkur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
Eldri borgarar:
09:45-10:45 Líkamsrækt fyrir 67 ára og eldri í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
10:00 Línudans í Íþróttamiðstöðinni í Garði
11:00 Hreystihópur fer frá Íþróttamiðstöðinni í Garði, létt ganga í nærumhverfi
13:00 Viðburður fyrir eldri borgara í samkomuhúsinu í Sandgerði
Dagskrá: 13:00 húsið opnar og setning
13:30 Heilahreysti og minnisþjálfun
14:30 Kynningar
15:00 Heilsufarsmælingar frá HSS
15:30 Dagskrárlok
Leik- og grunnskólar í Suðurnesjabæ:
Zumba á leikskólanum Gefnarborg
Föstudagur 4. október
Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar:
14:10 Unglingaþrek í Íþróttamiðstöðinni í Garði. 8. - 10.bekkur
Félagsmiðstöðvar:
Skýjaborg og Elding: 19:00-21:00 Leikir og fjör í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði – sameinlegt Elding og Skýjaborg. 8. - 10.bekkur.
Eldri borgarar:
09:00-11:00 Líkamsrækt fyrir 67 ára og eldri í Íþróttamiðstöðinni í Garði
13:00 Boccia í Miðhúsum
Leik- og grunnskólar í Suðurnesjabæ:
Jóga á leikskólanum Gefnarborg
Fokk me- fokk you fræðsla fyrir nemendur 7. - 10. bekk í grunnskólum Suðurnesjabæjar
Alla vikuna:
- Frítt í þreksali íþróttamiðstöðva
- Frítt í sund: syndum saman- hægt að skrá lengd í afgreiðslu, verðlaun í boði fyrir þann íbúa sem syndir lengst alla vikuna
- Frítt í golf hjá Golfklúbbi Sandgerðis á Kirkjubólsvelli
- Opin vika hjá Reynir/Víðir
- Handbolti - Víðir