Hætta á gasmengun og nornahárum frá eldgosi
Íbúar Suðurnesjabæjar eru hvattir til að fylgjast með stöðu loftgæða.
Nánari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar um gasdreifispá: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/
Á vef Umhverfisstofnunar loftgaedi.is má m.a. finna loftgæðamæla og ráðleggingar vegna loftmengunar.
Bent er á að ekki mæla allir loftgæðamælar á loftgaedi.is mengun frá gosstöðvunum, aðeins þeir mælar sem sýna SO2/brennisteinsdíoxíð.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur gefið út tilkynningu að nornahár hafi borist frá gosinu við Stóra-Skógfell aðfaranótt 16.júlí, foreldrum er ráðlagt að hafa vara á vegna þessa og hreinsa trampolín og önnur leiktæki fyrir notkun. Eins ætti að varast að börn stingi nálunum upp í sig eða séu berfætt utandyra á meðan þessi hætta er fyrir hendi.