Fara í efni

Hætta á gasmengun frá eldgosi

Hætta á gasmengun frá eldgosi

Íbúar Suðurnesjabæjar eru hvattir til að fylgjast með stöðu loftgæða, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum getur mögulega orðið vart við mengun frá eldstöðinni við Sundhnjúkagíga miðað við veðurspá dagsins.

Nánari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar um gasdreifispá: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Á vef Umhverfisstofnunar loftgaedi.is má m.a. finna loftgæðamæla og ráðleggingar vegna loftmengunar.

Bent er á að ekki mæla allir loftgæðamælar á loftgaedi.is mengun frá gosstöðvum, aðeins þeir mælar sem sýna SO2/brennisteinsdíoxíð.