Fara í efni

Hækkun á frístundastyrkjum og vefskráningarkerfi

Hækkun á frístundastyrkjum og vefskráningarkerfi

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar ákvað að hækka frístundastyrki úr 35.000 í 40.000 kr. Á næstu dögum verður hægt að sækja um styrki með rafrænum hætti þar sem notast er við Hvata og Sportabler vefskráningar- og greiðslukerfi.

Með þessum hætti munu foreldrar og forráðamenn ungmenna í Suðurnesjabæ geta ráðstafað frístundastyrkjum um leið og viðkomandi æfinga- og skráningargjöld eru greidd.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar munu birtast á næstu dögum.