Fara í efni

Gullý fær viðurkenningu fyrir störf að íþróttamálum.

Gullý fær viðurkenningu fyrir störf að íþróttamálum.

Guðlaug Helga Sigurðardóttir hlaut viðurkenningur Íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum. Tilnefningin frá knattspyrnufélaginu Víði hljóðar svo:

„Guðlaug Helga Sigurðardóttir eða Gullý sem við öll könnumst við. Í gegnum tíðina hefur hún unnið slitlaust fyrir Knattspyrnufélagið Víðir. Hún hefur verið viðloðinn félagið frá barnsaldri, með föður sínum og fjölskyldu sem sinntu hinum ýmsu störfum. Gullý hefur sinnt hinum ýmsum störfum einnig fyrir félagið. Hún var gjaldkeri og síðar formaður Víðis sem hún skilaði vel af sér og hélt vel utanum sem er umtalað í knattspyrnuhreyfingunni og á fundum ÍS. Gullý hefur gegnt lykilhlutverki í fjáröflunum og skemmtunum félagsins þar má nefna stærsta þorrablót á Suðurnesjum sem haldin er af Bjsv. Ægir Garði og Knattspyrnufélaginu Víðir, skipulagningu og framkvæmd Sólseturshátíðarinnar í Garði, kótilettukvöld, Herra- og Konukvöld Víðis ásamt því að vera liðleg að hjálpa til við fjáraflanir yngri flokkana og meistaraflokks Víðis. Gullý hefur unnið frábært starf fyrir knattspyrnufélagið Víðir í mörg ár og er enn í dag ekki langt undan. Henni ber að þakka góð störf sem hafa sannalega skilað sér til samfélagsins, lyft og þjappað íbúum bæjarins saman.”

Viðurkenningin var afhent þann 7. janúar í ráðhúsinu í Sandgerði. Suðurnesjabær óskar Guðlaugu Helgu innilega til hamingju með viðurkenninguna og þakkar henni fyrir hennar verðmæta framlag til íþróttahreyfingarinnar.