Fara í efni

Göngu- og hjólastígurinn var formlega vígður með pompi og prakt fimmtudaginn 27. ágúst.

Göngu- og hjólastígurinn var formlega vígður með pompi og prakt fimmtudaginn 27. ágúst.

Göngu- og hjólastígurinn var formlega vígður með pompi og prakt fimmtudaginn 27. ágúst. Nemendur grunnskólanna í Suðurnesjabæ fengu þann heiður að vígja stíginn í mikilli litagleði. Viðburðurinn hófst með því að forseti bæjarstjórnar, Einar Jón Pálsson, og formaður bæjarráðs, Fríða Stefánsdóttir, ræstu nemendur í sínum hvorum hlutanum á sama tíma. Nemendur ýmist gengu eða hlupu á milli gömlu sveitarfélaganna Sandgerðis og Garðs, allt eftir vilja og getu. Ljóst er að í Suðurnesjabæ búa hörku krakkar en saman gengu þeir eða hlupu 3004,5 kílómetra og eiga þau mikið hrós skilið. Starfsmenn sveitarfélagsins stóðu á hliðarlínunni og dreifðu litum og hvöttu nemendur áfram sem í lokin fengu ís og svalandi drykk fyrir vel unnið dagsverk. Bæjarstjórinn fylgdist með á stígnum og sá til þess að allt færi vel fram. Um var að ræða skemmtilegan viðburð sem vonandi verður haldinn á hverju ári og ljóst að stígurinn er og verður áfram vel nýttur. Búið er að setja merkingar á stíginn en þess má einnig geta að unnið er að því að bæta við bekkjum og ruslafötum meðfram stígnum.  

 

Til hamingju íbúar Suðurnesjabæjar með stíginn okkar!