Fara í efni

Gjöf til landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi

Gjöf til landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi
  • Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær.

Forsætisráðuneytið hefur gefið út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. Bókin er gjöf til landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi.

Íbúar Suðurnesjabæjar eru hvattir til að sækja sér eintak af þessari einstaklega fallegu bók. Hún er afhent á Bókasafni Suðurnesjabæjar, Byggðasafninu á Garðskaga, í íþróttahúsunum í Garði og Sandgerði og á bæjarskrifstofunni í Garði. Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar m.a. á ensku og pólsku.

Bent er á síðuna lydveldi.is en þar er að finna hátíðardagskrá vegna 80 ára afmælis lýðveldisins og ýmsa viðburði um allt land.

  • Boðið upp á bollaköku 

Forsætisráðuneytið býður landsmönnum upp á sérstaka lýðveldisbollaköku í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins. Bollakökurnar verða í boði frá kl:14:30 í Gerðaskóla.