Fara í efni

Gauksstaðir - Tillaga að deiliskipulagi

Gauksstaðir - Tillaga að deiliskipulagi

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. október 2024, í samræmi við  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa deiliskipulagstillögu á jörð Gauksstaða, L196408, fyrir ferðaþjónustu. Í tillögunni felst að fyrirhugað er að útbúa gistirými fyrir allt að 50 manns í 15 ferðaþjónustuhúsum auk þjónustubyggingar. Gert er ráð fyrir að aðalinnkoma sé frá Gauksstaðavegi og að öryggisleið verði tryggð um sjóvarnargarð á suðurhlið svæðisins.  Sjá svæðið auðkennt VÞ6 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034.

Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 1348/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, eigi síðar en 31. desember 2024, í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á https://skipulagsgatt.is/

Gauksstaðir - Deiliskipulag 

Gauksstaðir - Fornleifakannanir vegna framkvæmda

Suðurnesjabæ 11. nóvember 2024.

Jón Ben Einarsson skipulagsfulltrúi