Gatnaviðgerðir á Skagabraut
Gatnaviðgerðir á Skagabraut
06. september 2024
Nú standa yfir viðgerðir á malbiki á hluta Skagabrautar. Búast má við umferðartöfum en vegurinn verður einbreiður á um 350 m. kafla. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir standi yfir í u.þ.b. tvær vikur.
Óhjákvæmilega fylgir þessum framkvæmdum nokkuð rask og biðjum við ykkur íbúa og vegfarendur að sýna aðgát og taka tillit til framkvæmdaaðila sem sinna verkinu.