Fara í efni

Gasmengun mælist nú í Suðurnesjabæ

Gasmengun mælist nú í Suðurnesjabæ
Gasmengun mælist nú í Suðurnesjabæ og eru íbúar því hvattir til að halda sig innandyra og gæta þess að gluggar séu lokaðir. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir einstaklinga sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun.
 

Búast má við mengun fram yfir hádegi en þá á vindátt að snúa sér til norð-vesturs.

Á vefnum loftgaedi.is má finna allar upplýsingar varðandi loftgæði og viðbrögð við loftmengun frá eldgosum.
Íbúar eru einnig hvattir til að fylgjast með með gasmælingarspá á vef Veðurstofu Íslands og nálgast leiðbeiningar inn á vef Umhverfisstofunar.