Framkvæmdir við gatnamót Garðbrautar, Gerðavegs og Heiðarbrautar
Þann 11. nóvember hefjast framkvæmdir við gatnamót Garðbrautar, Gerðavegs og Heiðarbrautar í Garði. Um er að ræða vinnu á vegum HS Veitna við endurnýjun hitaveitulagna í bænum.
Settar verða upp þrengingar á gatnamótunum en reynt verður að lágmarka þær eins og unnt er. ÍAV sér um jarðvinnu og mun sjá um að koma upp viðeigandi merkingum, grindum og brúm þar sem við á.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist mánudaginn 11. nóvember og standi yfir í u.þ.b. tvær vikur.
Óhjákvæmilega fylgir svona framkvæmdum nokkuð rask og eru vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við vinnusvæðið, sem er þröngt og starfsfólk og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að hafa í för með sér fyrir vegfarendur.
Skipulags- og umhverfissvið Suðurnesjabæjar.