Fræðsla um sjálfsvígshugsanir fyrir starfsfólk
Píeta samtökin héldu nýverið fræðslu um sjálfsvígshugsanir og leiðir til að aðstoða fólk sem er í sjálfsvígshugleiðingum. Fræðslan var opin starfsfólki ráðhúsa Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar og var vel sótt. Fulltrúar frá Lögreglunni á Suðurnesjum sátu einnig fræðsluna.
Á námskeiðinu var fjallað um einkenni sjálfsvígshugsana, hvernig hægt er að nálgast einstaklinga sem glíma við slíkar hugsanir og hvaða úrræði eru í boði. Markmið fræðslunnar var að auka vitund og þekkingu þannig að fleiri geti brugðist rétt við og veitt stuðning þegar þörf er á.
Píeta samtökin minna á að alltaf er von, jafnvel þótt ástandið virðist vonlaust. Ef þú eða einhver sem þú þekkir upplifir sjálfsvígshugsanir eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita aðstoðar.
Hjálp er til staðar: