Flotinn – Flakkandi félagsmiðstöð í Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ
Í sumar stóðu Suðurnesjabær og Reykjanesbær fyrir sameiginlegu verkefni – Flotanum, flakkandi félagsmiðstöð sem ferðaðist milli staða til að hitta ungmenni á þeirra eigin vettvangi. Verkefnið er sameiginlegt forvarnarátak sveitarfélaganna, í samstarfi við samfélagslögreglu og Fjörsmiðjuna.
Tilgangurinn var að skapa öruggt og jákvætt rými fyrir unglinga, efla félagsleg tengsl milli bæjanna og draga úr áhættuhegðun með því að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega viðburði. Flotinn stoppaði meðal annars við Gerðaskóla, Stapaskóla og aðra vinsæla samkomustaði þar sem boðið var upp á leiki, tónlist, ísveislu og ýmislegt annað. Starfsfólk beggja sveitarfélaga vann saman með samfélagslögreglu og Fjörsmiðjunni að skipulagningu og framkvæmd.
Verkefnið gekk afar vel, þátttaka var góð og viðbrögð ungmenna og foreldra jákvæð. Flotinn sýndi að með samvinnu sveitarfélaga er hægt að skapa öflugan vettvang fyrir jákvæða samskipti og forvarnir yfir sumarmánuðina.