Fara í efni

Færanleg smáhýsi til sölu

Færanleg smáhýsi til sölu

Suðurnesjabær hefur til sölu samliggjandi smáhýsi, samansett úr 7 gámaeiningum úr stáli, alls 103,5 m². Litur: RAL 7035 Light Grey. 

Um er að ræða sjö vel útbúin hús með 110 mm einangrun í veggjum og 100 mm í loftum. Nývirði áætlað kr. 22.000.000.

Einingarnar voru fluttar inn nýjar fyrir tveimur árum af Stólpi-Gámar og verið nýttar sem bráðabirgðahúsnæði leikskóla að Stafnesvegi 15 í Sandgerði.

Einingarnar eru tengdar saman, en ekki festar sérstaklega við jörðu og liggja á steyptum hellum og grús, þannig að auðvelt er að fjarlægja af staðnum. Ein gámaeiningin er með tveimur salernisrýmum ásamt inngangi. 

  • Brúttóflatarmál hvers gáms er u.þ.b. 15 m² (6,0m*2,5m).
  • Heildarstærð brúttó 103,8 m². 
  • Nettóflatarmál hvers gáms er u.þ.b. 13 m² (5,8m*2,3m). 
  • Heildarstærð nettó 95,7 m². 
  • Hæðin á gámunum er 280 cm og hæð frá botni upp á gólfdúk er 15 cm. 

Slitsterkur gólfdúkur er í öllum einingunum, sem lítið sér á. Gámarnir eru upphitaðir með rafmagni og er einn rafmagnsofn í hverri einingu. Raflagnir, vatn og skólp er tengt við gámaeiningarnar, sem þarf að aftengja fyrir flutning. Millivegg var komið fyrir úr timbri í „salnum“, sem myndaður var af fjórum einingum. Hljóðvist var bætt með hljóðdempunarplötum í kverkum (þar sem loft mætir vegg). Skjólveggir úr timbri eru framan við sitthvorn inngang.

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast sendið tölvupóst á sigurdur@sudurnesjabaer.is