Fara í efni

Öskudagur í Suðurnesjabæ

Öskudagur í Suðurnesjabæ

Við ætlum að halda upp á öskudaginn með „allskonar“ og ljóst er að hann verður öðruvísi í ár en undanfarin ár.

Í Suðurnesjabæ verður ýmislegt um að vera:

Ratleikur

Við höfum sett upp stafrænan ratleik fyrir bæði hverfin í Suðurnesjabæ, Garði og Sandgerði sem gengur út á það að safna stigum. Hægt er finna Ratleikjaappið bæði fyrir Iphone síma og Android síma.

Þegar búið er að klára ratleikinn er hægt að skrá sig í pott og við drögum út heppna aðila sem hljóta glaðning. Þátttakendur eru beðnir um að skrifa nafn sitt í gestabækur sem settar verða upp á endastöðvum ratleikjanna.

Við hvetjum fjölskyldur til þess að fara í ratleikinn saman og njóta samverunnar um leið og nánasta umhverfi er kannað.

Auðvitað hvetjum við íbúa til þess að klára báða ratleikina og heimsækja bæði hverfi.

Ratleikurinn verður opinn áfram þannig að hægt er að leika sér bæði á öskudaginn og um helgina.

 • Leikskólinn Sólborg. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
 • Leikskólinn Gefnarborg. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
 • Sandgerðisskóli –  Skóla lýkur kl. 11:30.  Nemendur og starfsfólk mæta í grímubúningum og gera sér glaðan dag. Sjá nánar upplýsingar frá skóla. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
 • Gerðaskóli – Skóla lýkur kl.11:30. Nemendur og starfsfólk mæta í grímubúningum og gera sér glaðan dag. Sjá nánar upplýsingar frá skóla. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
 • Félagsmiðstöðin Elding - 8.-10. bekkur - Jógaboltafótbolti í íþróttahúsinu kl. 21:00 - 22:30.
 • Félagsmiðstöðin Skýjaborg - 8.-10. bekkur - Jógaboltafótbolti í íþróttahúsinu kl. 20:30 - 22:00.
 • Bókasafn Suðurnesjabæjar í Sandgerði – opið til kl.17:30.
 • Sundlaugin í Sandgerði – opið til kl. 20:30.
 • Sundlaugin í Garði – opið til kl. 20:30.
 • Auðarstofa - hatta og búningaþema
 • Miðhús - hatta og búningaþema

Þess má geta að stofnanir sveitarfélagsins munu ekki taka á móti hópum og munu ekki gefa góðgæti líkt og undanfarna öskudaga en allir nemendur í leik- og grunnskólum fá glaðning með sér heim að skóla loknum.

Góða skemmtun og gleðilegan öskudag