Fara í efni

Eldri borgarar fá kennslu á snjalltæki

Eldri borgarar fá kennslu á snjalltæki

Suðurnesjabær fór af stað með nýtt verkefni í síðustu viku þar sem sumarstarfsmenn okkar, Birta og Bára, hringja í eldri borgara í Suðurnesjabæ og Vogum til þess að bjóða þeim kennslu á snjalltæki.

Verkefnið hefur gengið vel og margir hafa nýtt sér þessa nýju þjónustu.

Í þessari viku verður boðið uppá opna tölvutíma fyrir eldri borgara í Suðurnesjabæ þeim að kostnaðarlausu.

Miðhús
  • Mánudagurinn 29. júní frá kl.14.00 – 16.00
Auðarstofa
  • Fimmtudagurinn 2. júlí frá kl. 14.00 – 16.00

Áhugasamir hafi samband við þjónustuver Suðurnesjabæjar í síma 425 3000.

Meðfylgjandi myndir eru úr kennslustundum