Fara í efni

Daníel Arnar íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ

Daníel Arnar íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ

Daníel Arnar Ragnarsson taekwondo kappi var valinn íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2020. Daníel byrjaði árið af krafti og vann til silfurverðlauna á RIG international games í þungavigt karla í bardaga, silfurverðlauna í bikarmóti í bardaga og bronsverðlauna í tækni. Daníel er í A landsliðinu í bardaga og hefur verið það síðustu árin, hann er iðulega valinn á stórmót af landsliðsþjálfurum enda efnilegur og duglegur íþróttamaður. Daníel hefur farið í gegnum öll landslið og afrekshópa Taekwondo sambands Íslands. Hann hefur keppt á og unnið til verðlauna í öllum aldursflokkum frá ungmenna, unglinga og nú fullorðinna. Daníel keppir á öllu mótum sem eru haldin á Íslandi ásamt því að hjálpa til við útbreiðslu íþróttarinnarm t.d. með dómgæslu og þjálfun. Afhendingin fór fram í ráðhúsinu í Sandgerði þann 7. janúar s.l.

Þeir sem tilnefndir voru og hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur árið 2020

Rúnar Þór Sigurgeirsson, knattspyrna

Magnús Sverrir Þorsteinsson, knattspyrna

Hlynur Jóhannsson, golf

Guðmundur Marinó Jónsson, knattspyrna

 Suðurnesjabær óskar þessum frábæru íþróttamönnum innilega til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengi í framtíðinni.